VefTV: Skelltu sér í sjósund
Nokkrir fílefldir lögreglumenn af Suðurnesjum skelltu sér í sjósund í höfninni í Vogum gær, svona í og með til að skerpa örlítið á karlmennskunni.
Einnig var tilgangurinn sá að fá tilfinningu fyrir sjósundi því það getur komið fyrir að lögreglumenn þurfi að synda á eftir fólki á haf út eins og gerðist í Keflavíkurhöfn fyrir nokkru. Við hjá Víkurfréttum fylgdumst með og tókum þá tali eftir sundið kalda og þeir létu lítið á sig fá.
Sjá VefTV.
VF-mynd: elg.