VefTV: Leave Simmi alone!
Keflvíkingur endurgerir frægt myndband
Atburðarás undanfarna daga í pólitíkinni hefur verið uppspretta fjölda brandara og umræðna. Keflvíkingurinn Yngvi Þór Geirsson, fór heldur óhefðbundna leið í því að gera grín af Sigmundi Davíð og fjölmiðlafárinu undanfarið.
Hann tók upp á því að endurskapa frægt myndband þar sem aðdáandi Britney Spears bað heimsbyggðina um að láta poppstjörnuna í friði. Í myndbandinu biður hann fólk um að láta Simma í friði og fer yfir stöðu mála eins og sjá má hér að neðan.
Upprunalega myndbandið af Britney aðdáandanum má sjá hér. Hvor er nú betri?