Atnorth
Atnorth

Mannlíf

VefTV: Hárbeitt myndband frá þorrablóti Grindvíkinga
Miðvikudagur 27. janúar 2016 kl. 16:04

VefTV: Hárbeitt myndband frá þorrablóti Grindvíkinga

Grindvíkingar héldu sitt árlega og glæsilega þorrablót með pompi og prakt um síðustu helgi. Er það mál manna að blótið hefði heppnast einstaklega vel og stemningin hafi verið engri lík.

Grindvíkingar settu saman skemmtilegt myndband þar sem ýmis ýmis hita-og gamanmál úr bæjarlífinu voru í brennidepli. Einhverjir voru á því að myndbandið hefði slegið sjálfu Skaupinu við en Grindvíkingar tóku lokalag Skaupsins og gerðu að sínu á glæsilegan hátt.

Bílakjarninn
Bílakjarninn