VefTV: Glæsilegt sólsetur í Garði
- Óli Haukur Mýrdal fer víða með drónavél sína.
„Fátt er fallegra en sólsetrið í Garðinum,“ segir ljósmyndarinn Óli Haukur Mýrdal, sem bjó til myndaband úr efni sem hann tók af Garðskaga með dróna á dögunum. Óli Haukur hefur vakið athygli fyrir myndbönd sín þar sem hann lætur drónann svífa yfir svæði sem annars er erfitt að sjá vel úr lofti og ná fallegum myndum. Myndbandið af sólsetri í Garðinum er eitt þeirra: