VefTV: Árni og Védís Hervör syngja saman
Ágústmánuður er uppáhaldsmánuður margra vegna þess hversu mildur hann er oft og aðeins tekið að rökkva. Sumir fagna því að geta tendrað kertaljós á kvöldin á ný og myndir af fallegu sólsetri fylla fréttasvæði samfélagsmiðla.
Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1978 nefnist Ágústnótt og rakst blaðamaður á meðfylgjandi myndband þar sem feðginin Árni Sigfússon og Vedís Hervör Árnadóttir syngja lagið innilega og undurblítt saman.