Veftímarit VF: Glæsileg jólafimleikasýning
– sjáið allar myndirnar í veftímariti Víkurfrétta
Yfir þúsund manns komu á glæsilega jólasýningu Fimleikadeildar Keflavíkur nú á aðventunni. Allir iðkendur deildarinnar 5 ára og eldri tóku þátt í sýningunni. Þema sýningarinnar var eftir hinni sívinsælu teiknimynd „Frozen.“ Höfundar sýningarinnar voru þær Eva Hrund Gunnarsdóttir og Jóhanna Runólfsdóttir. Í fyrsta skipti tilkynnti fimleikadeildin á jólasýningu hverjir hlutu titilinn Fimleikakona ársins 2016 og Fimleikamaður ársins 2016. Í ár hlutu titilinn Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman og Atli Viktor Björnsson.