Veftímarit VF: Á auðvelt með að hrífast af landslagsmyndum
- Jón Steinar Sæmundsson í nýju veftímariti Víkurfrétta
Jón Steinar Sæmundsson er fæddur á Ísafirði 30. júní en fluttist til Grindavíkur, sem hann kallar Nafla alheimsins, á fyrsta ári. Jón Steinar lauk grunnskólagöngu í Grindavík og fór í framhaldinu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam þar húsasmíði að mestu leiti, án þess þó að ljúka náminu. Hann starfar í dag sem tæknistjóri hjá Vísi h/f í Grindavík og sér um viðhald á vélum og búnaði í saltfiskvinnslu fyrirtækisins í Grindavík. Þegar Jón Steinar er ekki í vinnunni þá er hann út um allar koppa grundir með myndavélina.