Vefsíða Vínbúðarinnar í sérstöku uppáhaldi
Fannar Elíasson er FS-ingur vikunnar á VF
Fannar Elíasson er 20 ára Grindvíkingur á náttúrufræðibraut. Hann hefur áhuga á körfubolta og lyftingum og segir að Rósa dönskukennari sé í uppáhaldi.
Á hvaða braut ertu? Ég er á náttúrufræðibraut.
Hvaðan ertu og aldur? Kem frá paradísinni Grindavík og er 20 ára.
Helsti kostur FS? Einn allra mesti kostur við FS eru líklegast ræðurnar hans Kristjáns skólameistara í byrjun annar.
Áhugamál? Helstu áhugamálin eru lyftingar og körfubolti.
Hvað hræðistu mest? Þegar Marinó Axel verður reiður, fáir hlutir sem hræða mig meira.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ætla að setja peninginn minn á Jón Axel Guðmundsson fyrir körfuboltann.
Hver er fyndnastur í skólanum? Filip Jugovic er klárlega mesti grínari skólans.
Hvað sástu síðast í bíó? In the Heart of the Sea.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Eitthvað töluvert óhollara en það sem er núna.
Hver er þinn helsti galli? Ég tel mig vera gallalausan en margir vilja þó meina að ég sé forvitinn og eigi það til að vera óþolinmóður.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Facebook, Instagram og Snapchat.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Færa böll á föstudaga og líklegast myndi ég setja frjálsa mætingu á liðið.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Já, ég er að segja það.“
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Held það sé fátt jafn gott við FS og félagslífið.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Planið er að fara út fyrir Ísland og læra eftir FS.
Hver er best klædd/ur í FS? Marinó Axel og Ivan eru oftast hrikalega flottir.
Eftirlætis:
Kennari: Rósa dönskukennari, klárlega.
Fag í skólanum: Líffræði
Sjónvarpsþættir: Dexter
Kvikmynd: Scarface
Hljómsveit/tónlistarmaður: The Weeknd er í miklu uppáhaldi þessa dagana.
Leikari: Al Pacino
Vefsíður: Klárlega Vinbudin.is.
Flíkin: Tel líklegast að uppáhalds flíkin mín sé 66 úlpan mín sem ég er í nánast alla daga.
Skyndibiti: Hlölli
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Earth, Wind & Fire koma manni alltaf til að dilla sér.