Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vefsíða opnuð um Jean-Baptiste Charot
Fimmtudagur 12. mars 2015 kl. 09:27

Vefsíða opnuð um Jean-Baptiste Charot

Tengd sýningunni Heimskautin heilla í Sandgerði.

Opnuð hefur verið vefsíða um franska lækninn, leiðangursstjórann og heimskautafarann Jean-Baptiste Charcot. Vefsíðan er hluti af  Charcot-verkefninu sem var hleypt af stokkunum árið 2005, en þá hófst undirbúningur viðburða í tilefni af því að árið 2006 voru sjötíu ár liðin frá því franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? fórst við stendur Íslands. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum í samvinnu við Sandgerðisbæ og fleiri aðila standa fyrir sýningunni „Heimskautin heilla“ í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði.

Leiðangrar rannsóknaskipsins Pourquoi pas? voru hágæða rannsóknaleiðangrar í Suður- og Norðurhöfum á fyrri hluta síðustu aldar, þar sem fjölda sýna var aflað. Niðurstöður þeirra rannsókna birtust í fjölmörgum tímaritsgreinum og bókum. Charcot og áhöfn hans á rannsóknaskipinu Pourquoi-pas? voru því nánast í samskonar rannsóknum eins og kennarar og nemendur við Háskóla Ísland eru í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024