Veðurguðirnir í góðu skapi með Ljósanæturgestum á laugardagskvöldi
Þúsundir sóttu hátíðardagskrá Ljósanætur á stóra sviðinu á laugardagskvöld í mikilli blíðu eftir stórrigningu fyrr um daginn. Dagskráin endaði með flugeldasýningu Björgunarsveitar Suðurnesja sem þótti takast vel.
Salka Sól, Jónsi, Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann sungu með Stuðlabandinu og Herra Hnetusmör tók við eftir flugeldasýningu. Stemmningin var mjög góð og mikill mannfjöldi fylgdist með.
VF sýndi stóran hluta dagskrárinnar í beinni útsendingu á Facebooksíðu VF eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.