Veðurguðinn hélt uppi stuðinu í Vogum
Fjölskyldudagar í Vogum hafa verið haldnir hátíðlegir síðastliðna viku og í gærkvöldi söfnuðust bæjarbúar saman í Aragerði. Þar hélt Ingó veðurguð uppi fjörinu með brekkusöng, boðið var upp á grillaða sykurpúða og vinir og vandamenn nutu samverunnar. Þá sá Björgunarsveitin Skyggnir um að allt færi vel fram.
Að venju er boðið upp á fjölbreytta, ókeypis dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Vogum á Fjölskyldudögum en hægt er að nálgast dagskrána í heild sinni hér.
Víkurfréttir létu sig ekki vanta í brekkusönginn og Sólborg Guðbrandsdóttir smellti meðfylgjandi myndum í Aragerði.