Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Veðrið skiptir miklu máli
Sunnudagur 5. ágúst 2018 kl. 07:00

Veðrið skiptir miklu máli

- Verslunarmannahelgarspurningar Víkurfrétta

Guðbjörg Antonia Guðfinnsdóttir

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?

Public deli
Public deli

Ég ætla bara að vera heima þessa Verslunarmannahelgi. 

Ertu vanaföst/fastur um Verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?

Þar sem ég er Vestmannaeyingur þá hefur það verið Eyjar ef ég er á Íslandi um þessa helgi. Seinni ár er það þó bara orðin sunnudagur á þjóðhátíð ef ég fer til Eyja.

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?

Ein af eftirminnilegustu verslunarmannahelgum er þjóðhátíð 2001, lífið er yndislegt var þá þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja og er þetta alltaf eitt af uppáhaldslögum mínum. Frábært veður allan tímann en það skiptir líka svo miklu máli. 

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?

Nauðsynlegt ef fólk er að fara eitthvað um þessa helgi er að það sé ekki rok, allt í lagi þó rigni aðeins en ef sólin lætur sjá sig og veður er þokkalegt, góður félagsskapur og kunna að njóta er best, keyra varlega og koma heil heim! 

Hvað ertu búin að gera í sumar?

Ég er búin að vera á Spáni í júní og svo hér heima að spilla ömmubörnum í júlí.

Hvað er planið eftir sumarið?

Planið eftir sumarið er að spila golf á Spáni, bjóða nýtt barnabarn velkomið í þennan heim og halda áfram að lifa og njóta og brosa.