Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Veðrið hefur aldrei klikkað
Föstudagur 1. ágúst 2014 kl. 15:00

Veðrið hefur aldrei klikkað

Verslunarmannahelgi Suðurnesjamanna

Þorsteinn Finnbogason athafna- og körfuboltamaður úr Grindavík ætlar eins og svo margir Grindvíkingar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en þekkt er að Grindvíkingar fjölmenni í eyjuna og klæðist gulu í dalnum.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég ætla að skella mér til Eyja á föstudeginum og verð til mánudags, vegna aldurs ætla ég að fljúga snemma heim á mánudeginum.

Public deli
Public deli

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Veðrið er ómissandi, það verður að vera gott veður. Ég hef farið síðastliðin sex ár til Eyja og veðrið hefur aldrei klikkað. Einnig er mjög mikilvægt að Sigurður Tvíburi vinur minn sé með mér um verslunarmannahelgina, það verður að vera einn vitleysingur til að hlæja af.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Það er líklegast bara öll þau skipti sem ég hef farið til Eyja. Það klikkar aldrei og er alltaf jafn skemmtilegt.