Vatnstankurinn í Keflavík orðinn bæjarprýði
Listaverkið afhjúpað á Ljósanótt. Glæsilegt listaverk.
Gamli vatnstankurinn í Vatnsholti í Reykjanesbær er orðinn að glæsilegu útilistaverki með aðstoð listhóps að nafni Toyistar. Hópurinn hefur undanfarnar vikur málað gamla tankinn en hulunni af honum var svo svipt á Ljósanótt 2013.
Toyistasamtökin eru alþjóðlegur listhópur 28 félaga með varnarþing í Hollandi en þrír listamannanna eru íslenskir og búa í Reykjanesbæ. Hópurinn vinnur við að endurbæta gömul mannvirki og breyta þeim í listaverk og hefur unnið við svipuð verkefni víða um heim.
Vatnstankurinn er nú til til mikillar prýði og gæti með góðri kynningu orðið einstakur segull í alþjóðlegri ferðaþjónustu á svæðinu. Þarna tengjast myndlist og umhverfisvernd á skemmtilegan hátt sem örugglega vekur áhuga ferðamanna og umhverfisferðamennska er nýr þáttur sem talið er að eigi eftir að vaxa.
Tankurinn rétt áður en listaverkið birtist. Toyistar gera sína hluti grímuklæddir.