Vatnslitavinnustofa í Höfnum
Listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir vinna bæði í margvísleg efni í list sinni. Vatnslitun er miðill sem þau hafa unnið með undanfarið ásamt öðru. Þau hafa búið í Höfnum síðan 2005 og kunna þar vel við sig í kyrrðinni.
Þau eru meðlimir í Menningarfélagi Hafna sem hefur staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum í gamla skólahúsinu í Höfnum og einnig kirkjunni. Til dæmis voru Helgi og Valgerður með opna vinnustofu og kaffihús í gamla skólanum í júlímánuði árið 2016.
Þau eru meðlimir í Menningarfélagi Hafna sem hefur staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum í gamla skólahúsinu í Höfnum og einnig kirkjunni. Til dæmis voru Helgi og Valgerður með opna vinnustofu og kaffihús í gamla skólanum í júlímánuði árið 2016.
Nú bjóða listamennirnir upp á listavinnustofu í gamla skólahúsinu Nesvegi 4 og hafa boðið kunningja sínum að taka þátt í að miðla þekkingu sinni á tækninni.
Vatnslitavinnustofa verður haldin laugardaginn 15. september 2018 og mun Bjarni Sigurbjörnsson vera gestalistamaður á henni. Unnið verður frá 13 00 – 18 00.
Bjarni er listmálari og eru myndir hans óhlutbundnar. Hann hefur unnið myndir þar sem hann blandar saman olíulitum og vatni á plexigleri þar sem ósamræmanleiki efnanna skapa óvænt form á myndfletinum. Myndir hans eru kröftugar og tjáningarfullar hvort sem hann vinnur stór olíumálverk eða minni vatnslitaverk.
Frír aðgangur ásamt efni og áhöldum til notkunar. Kaffiveitingar verða á staðnum.
Komið á einstakan stað og njótið þess að skapa í notalegu vinnuumhverfi hjá starfandi listamönnum. Unnið verður án ramma og reynt verður að koma til móts við þarfir hvers og eins.
Vinnustofan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.