Föstudagur 27. júlí 2007 kl. 11:47
Vatnaveröldin opnuð aftur
Vatnaveröldin í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar opnar í dag á ný eftir smávægilegar lagfæringar. Yngri kynslóðin ætti því að geta tekið gleði sína á ný og svamlað um og notað leiktækin. Eins og áður er frítt er í sund fyrir börn 16 ára og yngri.