Vatnaveröld iðar af lífi
Það var líf og fjör í Vatnaveröld í morgun þegar nemendur í grunnskólum bæjarins og víðar að sóttu laugina í blíðviðrinu á síðustu dögum skólavetrarins.
Í laugina komu nemendur í Akurskóla, Njarðvíkurskóla og Heiðarskóla og svo skemmtilega vildi til að þar voru jafnframt staddir nemendur í Víðidalsskóla í Hafnarfirði. Það var því eins og gefur að skilja mikið fjör í lauginni og ekki skemmdi veðrir fyrir.
Nemendur í Víðidalsskóla ætluðu að gera sér glaðan dag eftir sundferðina og skoða m.a. Duushús og Víkingaheima.