Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vasadiskó eftirminnilegasta jólagjöfin
Mánudagur 23. desember 2019 kl. 07:18

Vasadiskó eftirminnilegasta jólagjöfin

Brynhildur Ólafsdóttir bakar fyrir hver jól en hér svarar hún nokkrum jólaspurningum VF:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Home Alone.

Sendir þú jólakort eða hefur Face­book tekið yfir? Ég sendi bara á Facebook.

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Já, ég baka.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þegar mamma og pabbi gáfu mér vasadiskó.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur og læri, og auðvitað allt meðlæti með.

Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar snjórinn kemur.

Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Nei, heima er best.

Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Jólalandið mitt er uppáhaldsjólaskrautið mitt.

Hvernig verð þú jóladegi? Ætli við verðum ekki bara heima hjá okkur?