Varnarliðsmenn í Sierra Lione söknuðu DUUS og íssins úr Ný-Ung
Það þótti tíðindum sæta á dögunum þegar björgunarþyrlur Varnarliðsins voru sendar í verkefni til Afríku. Þar hafa þær verið að undanförnu og Varnarliðsmenn héðan fóru einnig með vélunum þarna suðureftir. Loftleiðir, systurfélag Icelandair, sinna sérverkefni á þessu slóðum þar sem þeir fljúga frá London til Afríkuríkisins Sierra Lione og sjá einnig um flugfólk í þessar ferðir.Flugfreyjur í ferð þangað nýlega voru fjórar Keflavíkurkonur, tvær systur, þær Jenný og Sólveig Þorsteinsdætur (Árnasonar) og frænkurnar Bergþóra Tómasdóttir (Tómassonar) og Halldís Jónsdóttir (Jóhannssonar). Það þykir okkur Suðurnesjamönnum skemmtileg frétt en samkvæmt heimildum okkar frá ferðinni þótti þeim skondið að meðal fyrstu gesta sem þær hittu á hóteli sem þær gistu á voru Varnarliðsmenn af Keflavíkurflugvelli. Þeim þótti það skemmtileg tilviljun að hitta fólk úr nágrannabænum þarna suðurfrá mörg þúsund mílur í burtu. Höfðu flugkapparnir bandarísku á orði að þeir söknuðu Keflavík mjög mikið. Og hvað er það helsta sem þeir söknuðu í hitanum: Jú, það var maturinn á Duus og ísinn á Ný-ung en þetta er jú báðir þekktir staðir í bítla- og „varnarliðsbænum“ og vinsælir mjög hjá nágrönnum okkar á Vellinum...
Myndin: Varnarliðsþyrlur að störfum í Afríku.
Myndin: Varnarliðsþyrlur að störfum í Afríku.