Var við vinnu í Leifsstöð og vann jeppa í heilt ár!
Í dag var aðalvinningur Vegabréfsleiksins dregin út í beinni útsendingu í þætti Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni. Sá sem hafði heppnina sér var Bjartmar Bjarnason og fær hann Nissan Pathfinder til afnota í eitt ár ásamt tryggingum frá Sjóvá. Bjartmar býr í Reykjavík en var við vinnu út á Keflavíkurflugvelli þegar starfsfólk N1 og Bylgjunnar komu honum að óvörum. Bjartmar stóð í þeirri trú að hann hefði unnið grill í Vegabréfsleiknum en þegar hann kom út blasti bíllinn við honum.
Bjartmar Bjarnason vinningshafi, Erna Kristinsdóttir markaðsstjóri neytendasviðs hjá N1 og Jóhann Örn Ólafsson kynningarstjóri Bylgjunnar á Keflavíkurflugvelli í dag. Ljósmynd: Hilmar Bragi
Bjartmar Bjarnason vinningshafi, Erna Kristinsdóttir markaðsstjóri neytendasviðs hjá N1 og Jóhann Örn Ólafsson kynningarstjóri Bylgjunnar á Keflavíkurflugvelli í dag. Ljósmynd: Hilmar Bragi