Var með leiðindi við ljósmyndara
Óboðinn gestur mætti á skrifstofur Víkurfrétta rétt í þessu. Gesturinn var með tóm leiðindi við ljósmyndara blaðsins og þá sérstaklega eftir að ljósmyndarinn skellti glasi yfir gestinn til þess að taka mynd af honum.
Núna suðar gesturinn óboðni um það að fá að komast út í sólina aftur, enda lítið að græða á heimsókninni til Víkurfrétta, annað en það að fá mynd af sér á netið.
VF-mynd: Hilmar Bragi