Vantar Nocco-vél í mötuneytið
Nói Sigurðarson er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hann er sautján ára Keflvíkingur sem segir gott að búa á Suðurnesjum því það er svo stutt í allt.
Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut.
Hver er helsti kosur FS? Nálægt heimili mínu.
Hver eru áhugamálin þín? Það er körfubolti.
Hvað hræðistu mest? Ég er lofthræddur.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Siggi Skag fyrir uppistand.
Hver er fyndnastur í skólanum? Siggi Skag.
Hvað sástu síðast í bíó? Creed 2.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Nocco-vél.
Hver er helsti gallinn þinn? Of rómantískur.
Hver er helsti kostur þinn? Oftar en ekki í stuði.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Twitter, Instagram, Snapchat.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Lengja nestistímann.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Kurteisi.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mjög gott og bara á uppleið.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Bara að vera kátur.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Stutt í allt.
Uppáhalds...
...kennari? Þorvaldur.
...skólafag? Íslenska.
...sjónvarpsþættir? Peaky Blinders.
...kvikmynd? Shawshank Redemption.
...hljómsveit? Post Malone.
...leikari? Will Ferrell.