Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Vantar meira leiguhúsnæði í Grindavík
Mánudagur 21. ágúst 2017 kl. 05:00

Vantar meira leiguhúsnæði í Grindavík

-Lena Rut Gunnarsdóttir svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

Hvað ertu að bralla þessa dagana?
„Ég er flokkstjóri í vinnuskólanum í Grindavík.“

Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjunum?
„Umhverfið rólegt og þægilegt og svo er auðvitað stutt í flest allt.“

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir þá sem ekki búa hér, hvað væri það?
„Það er rosalega margt hægt að skoða á Suðurnesjunum en ég held ég myndi helst mæla með því að labba upp á Þorbjörn því útsýnið er geggjað.“

Hvað ætlarðu að gera í sumar?
„Ég fer meðal annars til Þýskalands, Belgíu og Makedóníu til þess að fylgjast með litlu systir minni keppa í körfubolta.“

Hvað gerðiru að gera um Verslunarmannahelgina?
„Auðvitað skellti ég mér á Þjóðhátíð.“

Hvað finnst þér betur mega fara í bænum?
„Ég held ég sé bara ánægð með flest allt. Bæjarstjórnin stendur sig vel en það vantar meira húsnæði sem hægt er að leigja.“

Dubliner
Dubliner