Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vann ferð á leik í Meistaradeildinni
Föstudagur 22. febrúar 2008 kl. 12:02

Vann ferð á leik í Meistaradeildinni

Marta Hrönn Magnúsdóttir, 12 ára stuðningsmaður Keflavíkur í fótboltanum, er á leið í draumaferð sína. Nafn hans var dregið út í boðsmiðahappdrætti U-16 ára í Landsbankadeildinni og hlýtur hún aðalvinninginn – ferð fyrir fjóra á leik Man.Utd og Lyon í Meistaradeild Evrópu í byrjun mars. Marta ætlar að bjóða foreldrum sínum og bróður á leikinn.
 
Öllum viðskiptavinum Landsbankans, 16 ára og yngri, var boðið á leiki Landsbankadeildarinnar árið 2006. Allir þeir sem nýttu sérstaka boðsmiða á leikinn gátu tekið þátt í happdrætti. Meðal aukavinninga voru tuttugu landsliðstreyjur, áritaðar af öllum leikmönnum íslenska karlalandsliðsins og fjöldi Landsbankadeildarbolta.
 
Fyrsti vinningur var afhentur í útibúi Landsbankans í Keflavík miðvikudaginn 20. Febrúar s.l.
 
Á myndinni eru harpa Jakobína Sæþórsdóttir (mamma Mörtu), Magnús Þór Vilbergsson (faðir Mörtu), Marta Hrönn, Almar Þór Sveinsson (útibússtjóri í Keflavík) og Berglind Rut Hauksdóttir (þjónustustjóri í Keflavík).
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024