Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vandræðalega mikill „Boyband“ aðdáandi
Mánudagur 4. ágúst 2014 kl. 17:34

Vandræðalega mikill „Boyband“ aðdáandi

Afþreying Suðurnesjafólks

Helga Jónsdóttir er fædd og uppalin í Keflavík. Hún er 26 ára og stundar nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og starfar á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Hún er mikill tónlistarunnandi og ætlar sér á afmælistónleika Hjálma í haust. Hún er að eigin sögn ekki mikill lestrarhestur en oftast verða skólabækurnar fyrir valinu. Hún horfir á ótal sjónvarpsþætti og eru margs konar þættir í uppáhaldi hjá henni.

Bókin

Ég get ekki sagt að ég sé mikill lestrarhestur. Ég les mest af efni tengdu skólanum mínum, en reyni svo að komast í gegnum eina og eina bók í frítímanum mínum. Bókin sem ég er að lesa núna, og hef verið að lesa í heillangan tíma, heitir Rósablaðaströndin. Bókin er eftir Dorothy Koomson. Hún fjallar um Tami og Scott sem eiga tvær dætur og lifa bara góðu lífi þangað til að eitt kvöldið bankar lögreglan upp á hjá þeim og handtekur Scott. Hann er sakaður um skelfilegan glæp og í framhaldinu hrynur allt. Mikið um leyndarmál og dramatík. Mjög spennandi bók. Hún hefur einnig skrifað fleiri bækur sem ég hef heyrt að séu góðar, gæti alveg hugsað mér að lesa hinar bækurnar hennar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónlist

Þar sem ég er nýbúin að festa kaup á miðum á afmælistónleika Hjálma í september þá er ég að byrja að hlusta á þá aftur eftir smá pásu. Er búin að vera dyggur aðdáandi þeirra frá upphafi. Sam Smith hefur verið að heilla mig undanfarið og svo finnst mér alltaf gaman að heyra nýja Þjóðhátíðarlagið með Jóni Jónssyni. Það er skemmtilegt og hressandi lag að mínu mati og mjög auðvelt að fá á heilann. Annars er það mjög misjafnt hvernig tónlist ég hlusta á enda er ég með mjög breiðan tónlistarsmekk. Ég er alltaf pínu veik fyrir 80’s og 90’s lögum enda mikið af góðum tónlistarmönnum og hljómsveitum sem slógu í gegn á þeim tíma. Ég er t.d. mikill U2 aðdáandi, fór til Boston að sjá þá spila 2009 og væri mikið til í að fara aftur á tónleika með þeim. Ég elska Sigur Rós og hef farið tvisvar á tónleika með þeim. Svo dett ég alltaf í Jay Z, Kanye, Beyonce svo dæmi séu nefnd. Mér finnst líka fátt eins skemmtilegt og að fara á tónleika. Fór á Beyonce í Köben í fyrra, á miða á Justin Timberlake í ágúst og svo væri ég mikið til í að stefna á utanlandsferð fljótlega og fara á góða tónleika. Ég verð að viðurkenna að ég er vandræðalega mikill „Boyband“ aðdáandi. Hlustaði tímunum saman á Backstreet Boys og fleiri góða á mínum yngri árum og get ennþá sungið með mörgum laganna þeirra. Svo má ekki gleyma öllum góðu íslensku lögunum frá hinum ýmsu söngvurum og hljómsveitum sem maður getur sungið í góðu gítarpartýi eða útilegu.

Sjónvarsþáttur

Núna er ég að horfa á Suits, Mistresses og 24. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru Grey’s Anatomy, House of Cards, Game of Thrones, Scandal, The Following, The Blacklist og True Detective fyrir utan þessa sem ég nefndi á undan. Get helst aldrei beðið með að horfa á þessa þætti og horfi alltaf á þá á netinu þegar þeir eru sýndir í Bandaríkjunum því Ísland er yfirleitt alltaf á eftir í að sýna þetta. Svo má ekki gleyma Friends, en ég hef horft á þá þætti rosalega oft, ef ekki oftar en flestir. Svo dett ég inn í ýmislegt annað ef ég hef ekkert að gera enda mikið af góðu efni sýnt í sjónvarpinu. Mér finnst raunveruleikaþættir oft skemmtilegir og flest sem tengist íþróttum, þá helst körfubolta og fótbolta.