Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vanalega á síðasta snúningi með jólagjafirnar
Sunnudagur 10. desember 2017 kl. 07:00

Vanalega á síðasta snúningi með jólagjafirnar

Sunneva Guðjónsdóttir ólst upp í Njarðvík og starfar í dag sem verkefnastjóri. Sunneva er ekki mikið jólabarn, með ferðabakteríu á háu stigi og sækir í það að vera erlendis um jólin, hún heldur þó í nokkrar jólahefðir.

Ertu mikið jólabarn?
Ég get ekki sagt að ég sé mikið jólabarn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér best um jólin?
Mér finnst voða notalegt að vera heima hjá mér í einhverjum kósý galla og borða góðan mat.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?
Það er svona oftast rétt fyrir jól ég er vanalega á síðasta snúning með jólagjafirnar.

Hvers vegna sækir þú í það að vera erlendis um jólin?
Mér finnst voðalega notalegt að erlendis yfir þennan tíma komast burt frá skammdeginu og jafnvel stressinu sem fylgir jólunum. Ég er einnig með ferðabakteríu á háu stigi og því er þetta góður tími til að nýta jólafríið, fara frá hversdagsleikanum og kynnast nýju umhverfi og hefðum.

Ertu með einhverjar hefðir í kringum jólin?
Ég kíki vanalega á jólatónleika og heimsæki kirkjugarðinn.