Vanafastur um Versló og drekkur bjór
-Arown Fannar Rúnarsson
Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég er að vinna auka í þetta skiptið.“
Ertu vanafastur um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég hef farið síðustu fimm skipti á Þjóðhátíð, þannig ég er frekar vanafastur með það.“
Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
„Þjóðhátíð 2014, vegna þess að allt draslið mitt fauk í burtu og það tapaðist á fyrsta kvöldi en maður reddaði sér samt einhvern veginn.“
Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Bjór.“
Hvað ertu búinn að gera í sumar?
„Barcelona, Los Angeles, Las Vegas, Tenerife og vinna.“
Hvað er planið eftir sumarið?
„Planið er að ferðast meira og vinna meira.“