Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valgarður Gunnarsson í Duushúsum
Föstudagur 22. október 2004 kl. 09:40

Valgarður Gunnarsson í Duushúsum

Föstudaginn 22.október kl.18 verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum sýning á nýjum olíumálverkum Valgarðs Gunnarssonar. Ber sýningin yfirskriftina Eilífðin á háum hælum.

Valgarður Gunnarsson útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og á árunum 1979-1981 nam hann myndlist við myndlistardeild Empire State College, State University of New Yourk árin 1976-1978. Valgarður hefur frá árinu 1982 verið virkur í myndlistinni og m.a. haldið um 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víðs vegar um heim. Síðasta einkasýning Valgarðs var í Gallerí Skugga á menningarnótt í Reykjavík 2003. Hann  er félagsmaður í Félagi íslenskra myndlistarmanna og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Í sýningarskrá sem gefin er út af tilefni sýningarinnar segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur m.a. um listamanninn:  „Á undanförnum árum hefur Valgarður Gunnarsson skapað sér býsna magnaðan en um leið þversagnarkenndan myndheim.  Þversögnin felst í því að, öfugt við flesta jafnaldra sína, er hann áhangandi módernískrar fagur- og hugmyndafræði, þar sem litið er á formgerð og litróf málverksins sem merkingarbæra anga af framsækinni þekkingarleit og áréttingu manngildis.  Hin vel gerða og innihaldsríka mynd er þar eins konar spegilmynd mannlegs lífernis upp á sitt fyllsta og besta.”

Sýningin er opin alla daga frá  kl. 13 til 17.30 og stendur til 5. desember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024