Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Valentínusardagurinn: 30 brúðhjón og týndur hringur í Leifsstöð
Laugardagur 14. febrúar 2004 kl. 10:27

Valentínusardagurinn: 30 brúðhjón og týndur hringur í Leifsstöð

Það var heldur betur fjör í Leifsstöð í morgun þegar um 30 brúðhjón frá Bandaríkjunum héldu utan eftir sólarhringsdvöl hér á landi. Brúðhjónin eru hér vegna Valentínusardagsins og ætla að láta staðfesta brúðkaupsheitið í háloftunum milli Íslands og Bretlands.
Meðfylgjandi er mynd af brúðhjónum sem voru að fara í brúðhjónaflug frá Íslandi til London snemma í morgun. Þau heita Anna og Stephen Everheart og eru frá Minnieapolis. Þau sögðu í samtali að Ísland væri æðislegt, þó svo þau hafi aðeins skoðað landið í einn dag. Þau fóru bæði á hestbak og í Bláa lónið og segjast hafa fengið mjög hlýjar móttökur Íslendinga. Það voru fleiri brúðhjón á sama máli sem rætt var við í morgun. Brúðhjónin 30 fóru til London um kl. 09 í morgun. Einn brúðguminn var þó í vandræðum þegar hann var að yfirgefa flugstöðina, því hann hafði týnt hringnum!!!

VF-ljósmynd: Páll Ketilsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024