Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Valdir einstaklingar hittust á fundi
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 09:10

Valdir einstaklingar hittust á fundi

- ræddu framtíðarsýn leikskóla á Íslandi.

Fulltrúar Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla og fræðslustjóri Reykjanesbæjar hittust á fundi í Eldey í síðustu viku. Fundurinn, sem haldinn var í Eldey, var annar í röðinni af mörgum sem haldnir verða víða um land á næstunni.

Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands, vegna Félags leikskólakennara annars vegar og Félags stjórnenda leikskóla hins vegar, halda um þessar mundir átta fundi, einn í hverjum landshluta, til að ræða sameiginlega framtíðarsýn leikskólans. Er það gert á grundvelli bókunar með kjarasamningi sömu aðila sem tóku gildi vorið 2011. Capacent stýrir verkefninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til að tryggja jafnvægi fulltrúa úr skólasamfélaginu eru fundarmenn valdir af landshlutasamtökum sveitarfélaga, samráðsnefnd FSL, svæðadeildum FL og Heimili og skóla - landssamtökum foreldra. Með því móti eiga allir aðilar sína málsvara á fundinum.

Afrakstur fundanna er stefnuskjal sem er hugsað sem grundvöllur að framtíðarsýn leikskólans, með leiðum og aðgerðum um það hvernig leikskólastarfi verði best hagað með hagsmuni leikskólabarna að leiðarljósi.

Víkurfréttir litu við og tóku myndir af fundarfólki.