Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar verða á Kantinum á morgun
Miðvikudagur 1. júní 2011 kl. 16:37

Valdimar verða á Kantinum á morgun

Sjómannahelgin hefst á Kantinum í Grindavík fimmtudaginn 2.júní 2011 en þar munu Hljómsveitirnar Valdimar og Agent Fresco leiða saman hesta sína. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1500 krónur inn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómsveitina Valdimar þarf vart orðið að kynna enda sveitin verið ein sú mest áberandi í íslensku tónlistarlífi það sem af er árinu. Tónlist sveitarinnar spannar allan tilfinningaskalann og eru blásturshljóðfæri áberandi í lögum hennar. Sveitin gaf nýlega út frumraun sína „Undraland“, sem hlotið hefur frábærar viðtökur og hafa lög eins og Yfirgefinn, Brotlentur og titillag plötunnar verið vinsæl á öldum ljósvakans. Sveitin var tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2011 og var Undraland í 5. sæti á lista Rásar 2 yfir bestu plötur ársins 2010. Sveitin hefur getið sér gott orð vegna tónleikahalds og einkennast tónleikar hennar af útgeislun og krafti. Agent Fresco er eitt allra heitasta rokkband landsins og verður því gaman að sjá þessa tvo risa úr tónlistarsenu Íslands stíga á svið í Grindavík á morgun.