Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar tilnefndir sem bjartasta vonin - Þórir Baldursson hlýtur heiðursverðlaun
Fimmtudagur 10. febrúar 2011 kl. 22:36

Valdimar tilnefndir sem bjartasta vonin - Þórir Baldursson hlýtur heiðursverðlaun

Keflvíska hljómsveitin Valdimar hefur verið á vörum margra tónlistarunnenda landsins að undanförnu eftir útgáfu fyrstu plötu sinnar; Undraland. Nú hefur sveitin verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum bjartasta vonin. Á vefsíðu tónlistarverðlaunanna er eftirfarandi umsögn um sveitina: Hljómsveitin Valdimar datt af himnum ofan að því er virtist með plötu sem hljómar eins og þriðja plata sveitarinnar fremur en frumburður.“ Sveitin á vinsælasta lagið á lista Rásar 2 um þessar mundir og söngvari sveitarinnar, Valdimar Guðmundson sagði í samtali við Víkurfréttir í gær um velgengnina „Tilfinningin er bara ágæt. Óvænt og skemmtilegt. Fólk hefur aðeins meiri áhuga á að spjalla við mann niðrí bæ og svona.“ Hann bætti því við að sveitin væri hugsanlega að fara að vinna í nýju efni nú í vor eða í byrjun sumars.

Verðlaunaafhending mun fara fram þann 11. mars næstkomandi í Þjóðleikhúsinu og mun Keflvíkingnum Þóri Baldurssyni verða afhent heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

myndir- Hljómsveitin Valdimar að ofan og Þórir Baldursson heiðursverðlaunahafi að neðan.