Valdimar spila á Center á fimmtudaginn
Ein vinsælasta hljómsveit Íslands, Valdimar, mun slá upp risa tónleikum á Center fimmtudaginn 16 júní. Hljómsveitin er á heimaslóðum og því um að gera að lyfta sér upp með strákunum svona rétt fyrir þjóðhátíðardaginn. Einungis kostar 1000 krónur inn á tónleikana þegar greitt er við hurð. Eftir tónleikana mun einn af heitari plötusnúðum landsins Dj Frigor taka í spilarana.
Hljómsveitina Valdimar þarf vart orðið að kynna enda sveitin verið ein sú mest áberandi í íslensku tónlistarlífi það sem af er árinu. Tónlist sveitarinnar spannar allan tilfinningaskalann og eru blásturshljóðfæri áberandi í lögum hennar. Sveitin gaf nýlega út frumraun sína „Undraland“, sem hlotið hefur frábærar viðtökur og hafa lög eins og Yfirgefinn, Brotlentur og titillag plötunnar verið vinsæl á öldum ljósvakans. Sveitin var tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2011 og var Undraland í 5. sæti á lista Rásar 2 yfir bestu plötur ársins 2010. Sveitin hefur getið sér gott orð vegna tónleikahalds og einkennast tónleikar hennar af útgeislun og krafti.