ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Mannlíf

Valdimar spila á Center á fimmtudaginn
Þriðjudagur 14. júní 2011 kl. 13:13

Valdimar spila á Center á fimmtudaginn

Ein vinsælasta hljómsveit Íslands, Valdimar, mun slá upp risa tónleikum á Center fimmtudaginn 16 júní. Hljómsveitin er á heimaslóðum og því um að gera að lyfta sér upp með strákunum svona rétt fyrir þjóðhátíðardaginn. Einungis kostar 1000 krónur inn á tónleikana þegar greitt er við hurð. Eftir tónleikana mun einn af heitari plötusnúðum landsins Dj Frigor taka í spilarana.

Hljómsveitina Valdimar þarf vart orðið að kynna enda sveitin verið ein sú mest áberandi í íslensku tónlistarlífi það sem af er árinu. Tónlist sveitarinnar spannar allan tilfinningaskalann og eru blásturshljóðfæri áberandi í lögum hennar. Sveitin gaf nýlega út frumraun sína „Undraland“, sem hlotið hefur frábærar viðtökur og hafa lög eins og Yfirgefinn, Brotlentur og titillag plötunnar verið vinsæl á öldum ljósvakans. Sveitin var tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2011 og var Undraland í 5. sæti á lista Rásar 2 yfir bestu plötur ársins 2010. Sveitin hefur getið sér gott orð vegna tónleikahalds og einkennast tónleikar hennar af útgeislun og krafti.


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25