Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar söng  til pottverja
Valdimar söng yfir pottverjum og gestum Vatnaveraldar. VF/pket
Laugardagur 8. apríl 2023 kl. 16:43

Valdimar söng til pottverja

Fjölmargir mættu í sund og heitu pottana þegar Mottumars og Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar buðu í Vatnaveröld 30. mars. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. „Ekki humma fram af þér heilsuna“ voru einkunnarorðin að þessu sinni.

Valdimar mætti með röddina og undirleikara og söng nokkur lög sem gestir nutu í heitu pottunum. Lýðheilsuráðsfólk skellti í vöfflur og seldi til styrktar Mottumars auk þess sem boðið var upp á fleira í tilefni þessa árlega átaks.Ráðgjafi frá Krabbameinsfélaginu var á staðnum með ýmiskonar fræðslu og leiðbeiningar fyrir gesti. Þá mættu nokkrir íbúar Reykjanesbæjar og sögðu frá sinni reynslu sinni í baráttu við krabbamein.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Skeggið er tákn Mottumars, hjá konum og körlum.