Valdimar og Örn í tónleikaferð - byrja á Paddy's á laugardag
Tónlistarmennirnir Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn leggja land undir fót í júní þar sem þeir munu heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum. Dagsskráin samanstendur af ljúfum tónum úr öllum áttum, þeirra uppáhaldslög í bland við aðrar tónlistarperlur. Fyrstu tónleikarnir í ferðinni verða í heimabæ Valdimars næsta laugardag á Paddy's.
Dagsskráin er eftirfarandi:
13. júní - Paddy´s Keflavík
14. júní - Röntgen Reykjavík
15. júní - Midgard Basecamp Hvolsvöllur
16. júní - Hafið Höfn
17. júní - Havarí Berufjörður
18. júní - Beituskúrinn Neskaupsstaður
19. júní - Gamli Baukur Húsavík
20. júní - Græni Hatturinn Akureyri
21. júní - Menningarhúsið Dalvík
22. júní - Grána Sauðárkrókur
23. júní - Vagninn Flateyri
25. júní - Skrímslasetrið Bíldudalur
26. júní - Flak Pareksfjörður FRÍTT INN
Miðasala á tix.is og við hurð.
https://tix.is/is/event/10097/