Valdimar og Of Monsters And Men að leiða saman hesta sína
Miðvikudaginn 29. desember ætla hljómsveitirnar Valdimar og Of Monsters And Men að leiða saman hesta sína og halda tónleika á Paddys í Keflavík. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og kostar aðeins 1000 kr inn.
Valdimar gaf nýlega út plötuna Undraland. Platan hefur vakið athygli og fengið góða dóma gagnrýnenda og titillag plötunnar situr sem stendur í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2.
Of Monsters and Men ætti að vera flestum kunnug. Hljómsveitin var sigurvegari Músíktilrauna 2010 og hefur lag þeirra, Love Love Love, hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans.