Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar og Of Monsters And Men að leiða saman hesta sína
Mánudagur 27. desember 2010 kl. 09:42

Valdimar og Of Monsters And Men að leiða saman hesta sína

Miðvikudaginn 29. desember ætla hljómsveitirnar Valdimar og Of Monsters And Men að leiða saman hesta sína og halda tónleika á Paddys í Keflavík. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og kostar aðeins 1000 kr inn.

Valdimar gaf nýlega út plötuna Undraland. Platan hefur vakið athygli og fengið góða dóma gagnrýnenda og titillag plötunnar situr sem stendur í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Of Monsters and Men ætti að vera flestum kunnug. Hljómsveitin var sigurvegari Músíktilrauna 2010 og hefur lag þeirra, Love Love Love, hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans.