Valdimar og Eldar telja í nýja árið
Það er orðinn árlegur siður að hljómsveitin Valdimar haldi tónleika milli jóla og nýárs á Paddy´s og í ár verður engin undantekning. Hljómsveitin Valdimar hefur átt góðu gengi að fagna á árinu og ætlar að halda upp á það með tónleikum á Paddy´s föstudaginn 30. Desember.
Einnig mun hljómsveitin Eldar koma fram, en hún er hliðarverkefni Valdimars Guðmundssonar og Björgvins Ívars Baldurssonar.
Hobbitarnir og Föruneytið halda síðan uppi stuðinu eftir tónleika.
Miðaverð er 1500 krónur og mun húsið opna klukkan 22:00.