Valdimar með tvenn verðlaun

Valdimar Guðmundsson vann til tvennra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í Hörpu í gær. 

Valdimar átti rokkplötu ársins, en platan Sitt sýnist hverjum þykir afar sterkt verk þar sem að textarnir spila stóra rullu og hljóðheimurinn er bæði stór og mikilfenglegur. Valdimar var einnig valinn söngvari ársins fyrir frábæra frammistöðu sína í Sitt sýnist hverjum sem gefin var út á síðasta ári en Valdimar býr yfir einstaklega fallegri rödd með ótal blæbrigðum, flauelsmjúk og kraftmikil í senn, segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.