Valdimar með næstbestu plötu ársins
Hlustendur og starfsmenn Rásar 2 völdu bestu íslensku plötur ársins 2012. Þar varð plata Keflvísku hljómsveitarinnar Valdimar í 2. sæti á listanum á eftir Ásgeiri Trausta sem sló í gegn á árinu. Platan Um stund kom út núna ú haust og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og töluverða spilun í útvarpi.
Um Stund er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem hljómplata ársins auk þess sem Valdimar Guðmundsson er tilnefndur sem söngvari ársins og þeir Valdimar, Ásgeir, Kristinn og Högni sem lagahöfundar ársins.