Valdimar Guðmundsson í Rocky Horror
Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson mun fara með hlutverk Eddie í söngleiknum Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með aðalhlutverkið í söngleiknum sem frumsýndur verður eftir áramót í Borgarleikhúsinu. Jón Ólafsson verður tónlistarstjóri sýningarinnar.
Á facebook síðu Borgarleikhússins má sjá þá félaga renna í létta æfingu á Stóra sviðinu.