Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar er Íslandsmeistari í puttastríði
Valdimar verslaði nokkrar plötur.
Þriðjudagur 4. mars 2014 kl. 09:50

Valdimar er Íslandsmeistari í puttastríði

Skemmtilegt innslag á sjónvarpsstöðinni Bravó

Sjónvarpsstöðin Bravó fór nýlega í loftið en hún er ætluð yngra fólki. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson var gestur í þætti á stöðinni á dögunum þar sem hann kíkti í heimsókn í plötubúðina Lucky Reacords ásamt Sölku Sól Eyfeld. Þar ræddi Valdimar m.a. um dálæti sitt á rapptónlist og lífið á götum Keflavíkur.

„Lífið mitt á götunni í Keflavík var ekki mjög hart. Enda var ég ekki mikið á götunni, bara heima á ircinu eða eitthvað sem krakki,“ sagði Valdi í léttum dúr í spjallinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valdimar heldur því líka fram að hann sé Íslandsmeistari í puttastríði og skorar hann á hvern sem er að afsanna það. Valdimar sýnir svo þáttarstjórnanda í tvo heimana í puttastríði en myndband frá heimsókninni má sjá hér.