Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar byrja nýja árið vel
Þriðjudagur 8. janúar 2013 kl. 13:46

Valdimar byrja nýja árið vel

Hljómsveitin Valdimar trónir í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2 á nýju ári með lagið Yfir borgina sem er af nýjustu breiðskífu sveitarinnar, Um stund. Lagið hefur aðeins verið tvær vikur á lista og þegar síðasti listi var gefinn út þá var lagið í 12. sæti.

Fleiri Suðurnesjamenn eru að gera það gott á listanum en Sigurður Guðmundsson og Memfismafían eru í 10. sæti listans með lagið Síðasti móhítóinn. Elíza Newman er svo í 15. sæti með lagið Þú veizt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024