Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Valdimar blæs til útgáfutónleika
Fimmtudagur 25. nóvember 2010 kl. 13:15

Valdimar blæs til útgáfutónleika



Hljómsveitin Valdimar gaf út plötuna Undraland fyrir stuttu og í tilefni þess blæs hljómsveitin til heljarinnar útgáfutónleika þann 27. nóvember nk. í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Út er komin frumraun hljómsveitarinnar Valdimar, platan Undraland. Óhætt er að fullyrða að flestallir sem mætt hafa á tónleika með þessari frábæru sveit hafi beðið óþreyjufullir eftir gripnum. Hljómsveitin unga hefur heillað alla sem mætt hafa á tónleika ...með þeim og varð fulltrúi Geimsteins þar engin undantekning. Á fyrstu tónleikum sveitarinnar var staddur Björgvin Ívar Baldursson frá Geimsteini og reif hann þá beint í upptökuheimili Geimsteins í upptökur. Útkoman heillaði alla þar á bæ svo ekkert annað kom til greina en að gefa plötuna út undir merki Geimsteins útgáfunnar.

Þetta verða engir venjulegir Valdimar tónleikar, því ekkert verður til sparað í að gera tónleikana sem glæsilegasta. Með hljómsveitinni mun leika sérskipuð tíu manna blásara- og ásláttarsveit.

Miðaverð er 1500 krónur og verður platan á tilboðsverði á staðnum á aðeins 2000 krónur.
Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

Miðasala á Miði.is: http://midi.is/tonleikar/1/6270
Einnig verður hægt að kaupa miða á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024