Valdimar besti söngvarinn
Kiddi Hjálmur upptökustjóri ársins
Keflvíkski söngvarinn Valdimar Guðmundsson var í gær kjörinn söngvari ársins í flokknum popp og rokk á Íslensku tónlistarverðlaununum. Valdimar er vel að heiðrinum kominn enda vakið mikla athygli með hljómsveit sinni Valdimar sem slegið hefur í gegn með tveimur frábærum plötum.
Upptökustjórinn knái frá Keflavík, Guðmundur Kristinn Jónsson, eða Kiddi Hjálmur var svo kjörinn upptökustjóri ársins á hátíðinni. Hann sá m.a. um tónlistina í Hljómskálanum og tók auk þess upp plötuna Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta.