Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar á nýtt topplag Rásar 2
Mánudagur 8. október 2012 kl. 22:24

Valdimar á nýtt topplag Rásar 2

Hljómsveitin Valdimar ryður Ásgeiri Trausta úr toppsætinu á vinsældalista Rásar 2, en lagið Sýn er nú í efsta sæti Vinsældalista Rásar 2. Í öðru sæti er hljómsveitin Muse með lagið Madness og í því þriðja er Ásgeir Trausti með lagið Leyndarmál, en það hefur verið á toppi listans undanfarnar vikur.

Íslenska þjóðin tekur þátt í vali Vinsældalista Rásar 2. Sighvatur Jónsson kynnir nýjan lista á laugardögum milli klukkan 16 og 18. Listinn er endurfluttur á sunnudagskvöldum frá klukkan 22 til miðnættis, segir á RÚV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024