Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vagna Sólveig Vagnsdóttir sýnir verk sín í Reykjanesbæ
Mánudagur 29. september 2003 kl. 13:20

Vagna Sólveig Vagnsdóttir sýnir verk sín í Reykjanesbæ

Föstudaginn 3. október n.k. kl. 13.00 opnar Vagna Sólveig Vagnsdóttir sýningu í Gráa kettinum, Hafnargötu 18 í Reykjanesbæ. Vagna er fædd á Ósi í Arnarfirði árið 1935 og hefur lengst af unnið sem fiskverkunarkona.  Hún er að öllu leyti sjálfmenntuð í listinni og flokkast í hópi naivista innan listageirans. Verkin sem hún sýnir eru alls kyns fígúrur sem hún sker út í tré og efniviðurinn er aðallega rekaviður úr nágrenni hennar fyrir vestan. Vagna hefur haldið nokkrar einkasýningar, m.a. tvisvar í Gallerí Fold og einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum.  Sýningin er opin alla daga frá 13.00 til 18.00 og stendur til sunnudagsins 12. október.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024