Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Væri svo mikið til í Með blik í auga
Laugardagur 7. september 2024 kl. 06:06

Væri svo mikið til í Með blik í auga

Laeila Jensen Friðriksdóttir varði sumarfríinu í hálendisvakt með Björgunarsveitinni Ægi í Garði.
Í vetur ætlar hún að vinna og sinna sjálfboðastarfinu.

Hvernig varðir þú sumarfríinu? Ég varði mínu sumarfríi upp á hálendi með björgunarsveitinni Ægi í Garðinum á hálendisvakt.

Hvað stóð upp úr? Félagsskapurinn er númer eitt, tvö og þrjú. Hjálpa fólkinu, svo fékk maður að sjá landið eins og hinir túristarnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands? Ég hef alltaf verið veik fyrir Suðurlandinu og svo Húsafelli.

Hvað ætlar þú að gera í vetur? Vinna og sinna sjálfboðastarfinu. Ég er í slysavarnadeildinni Dagbjörgu og mæli með því.

Hvernig finnst þér Ljósanótt? Mér finnst Ljósanótt skemmtileg, sjá allt fólkið sem kemur og lífgar upp á bæinn.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? Ég hef nú ekkert ákveðið hvaða viðburði maður kíki á, læt það bara ráðast. En ég geri fastlega ráð fyrir því að fara í gönguna þar sem ég varð fimmtug á árinu.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? Þegar maður fór á Með Blik í auga tónleikana. Væri svo mikið til í að fá þá aftur.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf? Nei það hefur svo sem ekki skapast nein hefð í kringum Ljósanótt nema bara að fara niður í bæ og njóta.

Ljósmynd: Jóhann Alexander