„Væri gaman að starfa við eitthvað þar sem ég get haft áhrif á samfélagið“
Elínborg Adda Eiríksdóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni, hún segist vera metnaðarfull og hjálpsöm en hún er ekki búin að ákveða hvert leið hennar liggur þegar hún verður stór.
FS-ingur: Elínborg Adda Eiríksdóttir.
Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut.
Hvaðan ertu og aldur. Ég er Grindvíkingur, á 17 ári.
Helsti kostur FS? Félagslífið! (Og Heba)
Hver eru þín áhugamál? Ferðast, bæði á Íslandi og til útlanda.
Hvað hræðist þú mest? Hræðist ekki margt en ætli það sé ekki bara dauðinn.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Páll Orri, rappið eða pólitíkin.
Hver er fyndnastur í skólanum? Áslaug Gyða og Atli Haukur.
Hvaða mynd sástu seinast í bíó? Pitch perfect 3.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Væri gott að geta keypt Nocco þegar þörfin er mikil.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er metnaðarfull og hjálpsöm.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Mætingareglunum!
Hvað heillar þig mest í fari fólks? Jákvæðni, góður húmor og góðmennska.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott!
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Veit ekki alveg hvert leið mín liggur, það væri samt gaman að starfa við eitthvað þar sem ég get haft áhrif á samfélagið.
Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Samheldnin og hvað flest allir þekkjast.
Hvað myndir þú kaupa þér ef þúsund kall? Nocco
Eftirlætis ...
… kennari: Anna Taylor.
… mottó: Þetta reddast.
… sjónvarpsættir: Friends, Dont trust the B**** in Apartment 23.
… hljómsveit/tónlistarmaður: Beyoncé.
… leikari: Jennifer Aniston og Kevin Hart.
… hlutur: Síminn minn.