Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Útvíðar buxur og stór slaufa
Oddgeir í fermingarmyndatöku. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 26. mars 2022 kl. 09:29

Útvíðar buxur og stór slaufa

Hefur myndað mörg hundruð fermingarbörn. Færri koma í myndatöku en áður.

Oddgeir Karlsson, ljósmyndari, var í flottum jakkafötum á fermingardaginn. Hann hefur myndað mörg hundruð fermingarbörn. 

Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna? 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er veislan sem sem haldin var heima hjá mömmu á Tunguvegi 10 í Njarðvík. Þar komu ættingjar sem maður hafði ekki séð í mörg ár og suma hafði maður aldrei séð áður.

Af hverju léstu ferma þig?  

Maður taldi sig trúaðan og því kom ekkert annað til greina.

Hverning var fermingarundirbúningurinn?

Við Njarðvíkingar þurftum að fara í Keflavíkurkirkju í fermingarfræðslu þar sem það var engin kirkja í Ytri-Njarðvík. Þetta var einn dagur í viku og tók nokkrar vikur.

Var haldin veisla?

Veislan var haldin heima og var það var kaffihlaðborð.

Fermingarfötin?

Fötin voru glæsileg jakkaföt, útvíðar buxur og stór og mikil slaufa í stíl við fötin.

Eftirminnilegustu fermingargjafirnar?

Eftirminnlegasta fermingargjöfin var forláta armbandsúr. Eins og í dag var þó nokkuð af peningum sem voru nýttir í kaup á léttu bifhjóli.  Einnig var mikið af fermingarskeytum. 

Fermingarmyndataka mín var tekin af Heimi Stígssyni ljósmyndara þar sem hann átti ýmislegt upp í erminni til að fá okkur til að brosa. Strákar fóru til hans á laugardegi en stelpur á sunnudegi og allt var það vegna hárgreiðslunnar sem haft var mikið fyrir með rúllum í heilan dag fyrir greiðslur.

Ég held að yfir 90% af fermingarbörnum hafi farið í fermingarmyndatök á þeim tíma. Í dag hugsa ég að 50% fari í heðbundna fermingarmyndatöku. Aðrir láta nægja að eiga minningarnar í símanum, eða eiga ættingja/vini sem taka af þeim myndir.


Nú hefur þú ljósmyndað fermingarbörn í mörg ár, hefur það eitthvað breyst?

Mesta breytingin sem mér finnst á fermingarmyndum í dag er klæðnaðurinn og þá aðallega strákanna. Þeir eru meira farnir að klæðast fötum sem þeir geta síðan haldið áfram að nota hversdags þ.e. smekklegir strigaskór, gallabuxur og bolir við jakka.  Stúlkur eru enn oftast í kjólum og þá ýmist í spariskóm eða strigaskóm.

Síðan má auðvitað ekki gleyma tækninni, áður fyrr var notast við filmu þar sem hver mynd skipti heil miklu máli. Það var dýrt og tímafrekt að vinna með þær, reynt var að komast af með að taka 40-50 myndir. Í dag er allt tekið á stafrænar myndavélar þar sem  þykir sjálfsagt að taka 150-200 myndir af fermingarbarni. Sem kostar meiri tíma að fara yfir og velja. 

Oddgeir á fermingardaginn árið 1971. Til hliðar má sjá hann í ljósmyndastúdíóinu að mynda fermingardreng.