Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útvarp Fjörheima komið í loftið
Fimmtudagur 8. desember 2005 kl. 10:07

Útvarp Fjörheima komið í loftið

Útvarp Fjörheima, Fjörstöðin 97,2, er farin í loftið og munu útsendingar standa fram til 14. desember n.k.

Dagskráin stöðvarinnar er alfarið í höndum ungmenna sem jafnframt sáu um að fjármagna reksturinn með því að safna auglýsingum.

Rúnar Júlíusson styrkti útvarpið höfðinglega með því að færa unglingunum nokkra af nýjustu geisladiskunum sem Geimsteinn gefur út um þessar mundir til að nota sem verðlaun í leikjum á stöðinni. 

Suðurnesjamenn eru hvattir til þess að stilla á FM 97,2 og fylgjast með unga fólkinu í Reykjanesbæ.

Mynd frá útsendingu Fjörstöðvarinnar í fyrra
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024